Haraldur Benediktsson

Hef einlægan áhuga á að leggja mitt af mörkum til þess að samfélagið okkar allra geti orðið betra. Er fæddur og uppalinn á Reyni undir Akrafjalli. Hef um nokkurn tíma látið mig samfélagmál varða. Var forustumaður samtaka bænda í áratug og fékk þar góða innsýn í hagsmuni dreifðra byggða og landbyggðarinnar. Hagsmunir okkar sem byggjum landsbyggðina eru í mínum huga ekki flóknir. Þar þarf að skapa aðstæður sem geta staðið með blómlegu atvinnu og mannlífi. Mannlíf verður ekki kraftmikið nema með kröftugu atvinnulífi. Það er siðan atvinnulíf og verðamætasköpun sem undirbyggir öfluga velferð okkar allra.

  • Sækist eftir 1. sæti í Norðvesturkjördæmi

Hef stundað búskap á Reyni í 20 ár og þar áður verið unnið ýmiss störf. Ég man ekki eftir öðru en að hafa búskap að markmiði mínu. Við eigum 3 börn, og eru þau á aldrinum 8 – 20 ára. Reynsla mín af félagsstörfum er löng og margbreytileg. Allt frá leiklist til þess að vera í forustu heildarsamtaka bænda á Íslandi og reyndar á norðurlöndum í sameiginlegum samtökum bænda þar. Frá síðustu kosningum 2013 hef ég verið alþingismaður. Hef setið í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd. Vinnan í fjárlaganefnd er dýrmæt reynsla. Ekki aðeins að þekkja ríkisreksturinn heldur og ekki síður að kynnast þeim fjölmörgu og merkilegum viðfangsefnum sem td. sveitarstjórnarfólk vinnur að og þarf að taka upp við fjárlaganefnd við umfjöllun fjárlagafrumvarps hverju sinni. Ég fullyrði að á fáum stöðum kemur skýrar fram kraftur íbúa landsins. Í atvinnuveganefnd hafa verið til umfjöllunar umfangsmikil frumvörp sem öll eiga það sammerkt að verða til eflingar á atvinnu og verðmæta sköpun. Ég hef látið mig fjarskiptamál mig varða. Hef leitt stórt verkefni í að bæta þau og stuðla að útbreiðslu ljósleiðara um landið. Það er hvorki einfalt verk eða auðvelt. Það eru hinsvegar á þessu sumri að nást stórir áfangar. Ekkert einstaka byggðamál sem stjórnvöld vinna að er jafn mikilvægt og að bæta fjarskipti í landinu öllu. Fyrir því hef ég mikinn metnað. Tel að nú hafi verið sýnt fram á að það er fullkomlega raunhæft að skap þær aðstæður að folk geti haft frelsi til að velja sér búsetu hvar sem er, en geta jafnframt nýtt þá endalausu möguleika sem netið býr yfir. Það er mikilvægt til að treysta byggð, bæta búsetuskilyrði og skapa grundvöll að verðmætasköpun sem engin í dag getur spáð fyrir um hvernig nákvæmlega verður.