Aðalsteinn Arason

Ég er fæddur árið 1991 og kem úr Varmahlíð í Skagafirði.
Ég hef unnið margvísleg störf í gegnum tíðina, mikið tengt landbúnaði.
Ég hef tekið þátt í félagsmálum víða og hef mjög gaman af því.
Þetta er mitt fyrsta framboð og ég stefni á 4. sætið.

  • Sækist eftir 4. sæti í Norðvesturkjördæmi
  • Starfsheiti: Bygginga- og landbúnaðarverktaki

Ég er stúdent og húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Búfræðingur frá landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Ég hef starfað víða í gegnum tíðina, verið vinnumaður til sveita, unnið í byggingavinnu. Unnið á barna og unglingameðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði. Réttarstjóri kjötafurðastöðvar KS. Svo starfa ég nú í verktöku, mest í smíðavinnu en tek líka að mér landbúnaðarstörf s.s rúning og afleysingar f. kúabændur og fleira.

Ég hef brennandi áhuga á stjórnmálum og málefnum líðandi stundar. Ég gef kost á mér á lista Sjálfstæðisflokksins einfaldlega af því ég tel mig engann eftirbát annara frambjóðenda og mér finnst mikilvægt að á lista flokksins sé mikil breidd fólks, bæði karlar og konur, eldri og yngri. Þannig að kjörnir fulltrúar endurspegli breidd og fjölbreytileika samfélagsins. Þannig verður listinn sterkastur.

Það eru mörg mál sem brenna á fólki í kjördæminu, risamál eins og húsnæðismál, samgöngumál, heilbrigðismál, fjarskiptamál og mörg mörg fleiri. Mín markmið eru að hér sé öflugt samfélag, traust byggð um land allt og jöfn tækifæri fólks, til náms, starfa og búsetu.
Ég verð á ferð um kjördæmið fram að prófkjöri og hvet alla sem vilja, endilega setja sig í samband við mig, ég hef mjög gaman af því að ræða við fólk og tala um þau ólíku málefni sem brenna á þeim.

Aðalsteinn Orri Arason