Melkorka Ýrr Yrsudóttir

Melkorka Ýrr Yrsudóttir heiti ég og er 18 ára gömul og er uppalin á Akureyri. Ég býð mig fram í 4 – 6. sæti í í Norðausturkjördæmi. Ég stunda nám við Menntaskólann á Akureyri, með sögu sem kjörsvið og stjórnmál sem val. Ég hef unnið við hin ýmsu störf frá 14 ára aldri allt frá fataverslunum yfir í iðnað.

Ég sit í stjórn Varðar og hef gert síðastliðin 2 ár. Áhuginn fyrir stjórnmálum kviknaði þó mun fyrr. Ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þjóðfélagsumræðum og hafa áhrif á það sem gerist í stjórnmálunum. Áhugamálin mín liggja einnig víðar en þau eru einnig hönnun og listir, kvikmyndir, útivera og að ferðast.

Ég vil leggja áherslu á mál sem snerta okkur unga fólkið,Eins og húsnæðismál og menntun fólks á landsbyggðinni.
Mitt helsta baráttumál mun hinsvegar vera að ýta undir þátttöku ungs fólks í stjórnmálum. Ég vil að ungt fólk taki virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni og ég vil sýna þeim hve skemmtileg og áhugaverð stjórnmál geta verið.
Það er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn stilli upp sigurstranglegum listum fyrir komandi kosningar, listum sem endurspegla samfélagið og sýnir fjölbreytileika sjálfstæðismanna um allt land. Í þeirri flóru er mikilvægt að hafa öflugt ungt fólk þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins á undir högg að sækja.

  • Sækist eftir 4-6. sæti í Norðausturkjördæmi
  • Starfsheiti: Nemi