Ketill Sigurður Jóelsson

Ég er 30 ára gamall. Ég er fæddur og uppalinn á Finnastöðum Eyjafjarðarsveit en bý núna á Akureyri.
Ég á fjögur börn þar af tvö stjúpbörn. Þau eru Gylfi Rúnar 13 ára, Breki Snær 8 ára, Brynhildur Freyja 8 ára og Sigríður Lilja 3 ára. Á 7 hálfsystkin og 3 fóstursystkin sem eiga 4 hálfsystkin svo fjölskyldan er í stærri kantinum.
Foreldrar mínir eru þau Jóel Svanbergsson og Sigríður Ásný Ketilsdóttir og fósturforeldrar þau Ketill Helgason og Anna Gunnbjörnsdóttir.

Vinn hjá fyrirtæki sem heitir Valeska, þar sinni ég upp- og útskipun á fisk, hleðslu gáma til útflutnings með tilheyrandi pappírsvinnu ásamt annari verktöku sem fyrirtækið tekur að sér. Vegna starfsins fæ ég að ferðast mikið um landið og kynnist þannig atvinnusvæðum og samgöngum í kjördæminu.

Ég er á þriðja ári í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði við Háskólann á Akureyri. Ég er formaður nemendafélags viðskiptafræðinema við skólann og sinni þeim trúnaðarstörfum sem því embætti fylgir.
Sit í stjórn Landssambands Íslenskra Stúdenta, LÍS, fyrir hönd Háskólans, þar hef ég fengið að kynnast vinnu á frumvarpi frá sjónarhorni neytenda í gegnum vinnu okkar við LÍN frumvarp.

Sat í tíunda sæti á lista í sveitastjórnarkosningum vorið 2010 og var í framhaldinu varamaður í Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd í Eyjafjarðarsveit.
Eftir þessa reynslu jókst áhugi minn á stjórnmálum mikið og ég hef verið virkur innan Sjálfstæðisflokksins síðan 2011.

Í dag sit ég í stjórn Varðar félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri ásamt því að sitja í stjórn SUS sem fulltrúi úr norðauturkjördæmi. Í þessum trúnaðarstörfum var ég partur af þeim frábæra árangri sem við ungir sjálfstæðismenn náðum á síðasta landsfundi, eitthvað sem ég hlakka mikið til að fylgja eftir.

  • Sækist eftir 4. sæti í Norðausturkjördæmi
  • Starfsheiti: Nemi

Stefnumál:
Atvinnumál

Tryggja raforku fyrir fyrirtæki í kjördæminu
Ólíðandi er að fyrirtæki á svæðinu þurfi á tímum að notast við díselolíu fyrir raforkunotkun sína vegna lélegs flutningskerfis.
Styðja við nýsköpun og frumkvöðlafyrirtæki
Flestir eru með hugmyndir og þarf að auðvelda þessu fólki að setja á stað og framkvæma þessar hugmyndir.

Samgöngur og fjarskipti
Samgöngur innan kjördæmisins
Ég hef oft keyrt yfir til Neskaupstaðar um hávetur, verið veðurteptur á Húsavík, Raufarhöfn og veit vel hversu mikils virði góðar samgöngur eru. Við þurfum að halda áfram að fækka slysagildrum, bæta aðgengi og sinna þessum málaflokk betur.
Lífæðar kjördæmisins við höfuðborgarsvæðið
Innanlandsflug er allt of dýrt, breyta þarf lögum þannig að flugfélög megi nota hagnað af utanlandsflugi til þess að niðurgreiða innanlandsflug líkt og gert er í Noregi.
Háhraðanet er á heimili og í farsíma
4G er algjör lámarkshraði á interneti í farsíma í dag. Þetta er mikilvægt þegar kemur að atvinnu, ferðamálum og almennri búsetu. Háhraða tenging á að vera lögfestur valmöguleiki í öll hús.
Beint flug til útlanda
Halda þarf áfram að búa um fyrir og efla beint flug frá Egilstöðum og Akureyri og búa þannig um það að það haldist um ókomna tíð.
Helstu ferðamannastaðir
Klára þarf malbikun á mikilvægum stoppistöðum ferðafólks og búa til flotta hringvegi innan kjördæmisins og ekki má gleyma að fjármagna mokstur á s-mu svæðum.

Heilbrigðismál
Áframhaldandi efling heilsugæslu
Öflug þjónusta í heimabyggð
Sjúkraflug
Tryggja þarf óhindrað aðgengi landsbyggðarinnar að Landsspítalanum
Meiri áherslu á rafræn samskipti
Efla þarf þjónustu i gegnum tölvur þar sem heilbrigðisstarfsfólk getur sinnt fólki útum allt kjördæmi með einfalda hluti frá heimili sjúklings.
Leggja meiri áherslu á geðheilbirgðismál
Geðheilbrigðismálum er verulega óbótavant útum allt kjördæmi. Horfa þarf á þennan hlut í meira mæli sem fyrirbyggjandi og grípa mun fyrr inní t.d. með öflugri sálgæslu

Menntamál
Jöfn tækifæri til náms óháð búsetu
Fjarnám og uppbygging simenntunarstöðva þarf að halda áfram að bæta svo fólk geti sinnt námi betur og í meira mæli frá heimili sínu.

Húsnæðismál
Einfalda byggingareglugerðir
Allt of stór hluti byggingarkostnaðs kemur til vegna strangra reglna og allskonar leyfa.
Auðvelda ungum fjölskyldum að koma þaki yfir höfuðið
Fjölskyldurnar okkar þurfa að búa við það öryggi sem þak yfir höfuðið er.

Peningamál
Verðtrygging
Taka verður verðtryggingu til algjörrar endurskoðunar og búa til markið í skrefum um bót á vaxtakerfinu vegna þeirra vandamála sem það skapar.
Stöðugleiki
Passa þarf að þeim fjármunum og arðgreiðslum sem ríkið áskotnast á næstu árum í þeirri uppsveiflu sem við erum í séu vel eyrnamerktir og notaðir til uppbyggingar innviða landsins alls og notað sem sveiflujafnari á áratugunum framundan.

Lokaorð:
Ég óska eftir ykkar stuðning því ég trúi því að sú fjölbreytta reynsla og drifkraftur sem ég bý yfir muni hjálpa mér að setja mig í spor sem flestra og finna þannig farsæla lausn á málum. Staðreyndir eru mér hugleiknar svo það er hægt að treysta á mig til þess að fylgja málum eftir í rétta átt hverju sinni.
Ég horfi björtum augum á framtíðina og framtíð flokksins ef við fylgjum eftir frelsi, framþróun og staðreyndum en síðast og alls ekki síst einlægni.