Leiðtogaprófkjör í Reykjavík

Leiðtogaprófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. janúar 2018.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst þriðjudaginn 16. janúar næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Opið alla virka daga kl. 9 til 17.

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík.

Kjósa skal 1 frambjóðanda, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að merkja “X” fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem kjósandi óskar að skipi efsta sæti framboðslistans.

Nánari upplýsingar um leiðtogaprófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 27. janúar.

Yfirkjörstjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gengst fyrir leiðtogaprófkjöri hinn 27. janúar næstkomandi um val oddvita á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018.
Tillögur um frambjóðendur þurfa samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
  • Frambjóðandinn þarf að hafa gefið skriflegt samþykki fyrir framboðinu.
  • Frambjóðandi þarf að vera félagi í Sjálfstæðisflokknum.
  • Frambjóðandi þarf að vera kjörgengur í borgarstjórnarkosningunum.
  • Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu.
  • Hver flokksmaður má aðeins tilnefna einn frambjóðanda.
Yfirkjörstjórn er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar innsendum framboðum.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af frambjóðanda og stuttu æviágripi á tölvutæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 16.00, miðvikudaginn 10. janúar 2018.

Eyðublöð

Eyðublað fyrir framboð í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2018

Yfirlýsing vegna framboðs

Lög og reglur

Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins

Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins

Reglugerð Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík