Ólafur Kr. Guðmundsson

Nafn: Ólafur Kristinn Guðmundsson

Fæðingarár: 1956

Starfsheiti: Umferðarsérfræðingur

Gefur kost á sér í: Umhverfis- og samgöngunefnd

Texti frá frambjóðanda:

„Ólafur Kristinn Guðmundsson er 61 árs Reykvíkingur elstur fimm bræðra, sonur Ólafíu Ólafsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar, oftast kenndan við Trésmiðjuna Víði. Hann er kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.

Ólafur er nátengdur akstursíþróttum, bílum og umferð til margra ára. Hann var varaformaður Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda til 2017, fulltrúi akstursíþróttamanna í Umferðarráði frá 1991 og tæknistjóri í EuroRAP verkefninu á Íslandi frá 2004, sem er alþjóðlegt öryggisskoðunarkerfi fyrir vegi og innviði þeim tengdum.

Helsta baráttumál verða samgöngu- og skipulagsmál allrar tegundar umferðar og samgangna. Umferðaröryggi, hagkvæmni og uppbygging samgöngumannvirkja verða efst á baugi, ásamt umhverfismálum sem tengjast samgöngum og umferð. Reykjavík hefur liðið mjög undanfarin ár vegna stefnuleysis í þessum málaflokki.

Hann hefur komið að fjölda verkefna tengdum umferðaröryggi á undanförnum árum, bæði á Íslandi og erlendis, svo sem í Tanzaníu og Canada, þar sem hann tók þátt í öryggisskoðun vegakerfa á vegum iRAP (International Road Assessment Program) og Alþjóðabankanns árin 2010 og 2011.

Í EuroRAP verkefninu á Íslandi, hefur hann öryggisskoðað þúsundir kílómetra af helstu vegum landsins, auk þess að hafa gert öryggisúttekt á Hvalfjarðargöngum í EuroTAP verkefninu, sem er öryggisskoðun vegganga.

Ólafur er í vinnuhóp innanríkisráðuneytisins í átaki Sameinuðuþjóðanna, (Decade of Action) sem hófst árið 2011, þar sem 50% fækkun umferðarslysa til ársins 2020 er markmiðið. Þá átti hann sæti í nefnd sem vann frumvarp að nýjum umferðarlögum, sem var á vegum samgönguráðuneytisins 2008 til 2009.

Undanfarin 40 ár hefur Ólafur verið í forsvari fyrir akstursíþróttir á Íslandi og verið fulltrúi þessarar greinar hjá FIA, sem er alþjóða bílasambandið til 2014, þegar hann ákvað að helga umferðaröryggismálum alla krafta sína. Þá er hann alþjóðlegur dómari FIA í akstursíþróttum í ýmsum greinum kappaksturs, þar á meðal Formulu 1.

Hann hefur tekið þátt í landsfundarvinnu Sjálfstæðisflokksins í áraraðir, sérstaklega hvað varðar samgöngur og umferðaröryggi, auk fleiri starfa á vetvangi flokksins, meðal annars sem stjórnarmaður í hverfafélagi í mörg ár.

Ólafur var kjörinn í stjórn Umhverfis og samgöngunefndar flokksins á flokksráðsfundi í mars 2012 þar sem mótun ályktunar og stefnu flokksins varðandi samgöngur voru undirbúnar og samþykktar á síðasta landsfundi. Eins og þar var samþykkt, verður kjörorðið „Sjálfbærar samgöngur fyrir alla“.

Nú skipar Ólafur 12 sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi.“

Ferilskrá Ólafs má finna hér.