Landsfundur 2017

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum hinn 19. september að fresta landsfundi til næsta árs. Fundurinn verður haldinn á fyrsta ársfjórðungi 2018.  Fundinum er frestað í ljósi þess að kosið verður til Alþingis 28. október.

Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð af hundruðum fulltrúa. Hann er stærsta reglulega stjórnmálasamkunda á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöll helgina 3.-5. nóvember 2017. Fundurinn hefst kl. 8:00, föstudaginn 3. nóvember og stendur til kl. 16:30, sunnudaginn 5. nóvember.

Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði og í samræmi við ákvæði skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Þeir sem áhuga hafa á því að sitja landsfund er bent á að hafa samband við formann þess sjálfstæðisfélags sem starfar á félassvæði viðkomandi. Formenn sjálfstæðisfélaga sjá um að taka á móti þátttökubeiðnum og koma þeim í réttan farveg. Um val á landsfundarfulltrúum fer skv. 9. gr. skipulagsreglna flokksins. Hér má nálgast lista yfir starfandi sjálfstæðisfélög og formenn þeirra. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.