Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

F. í Reykjavík 20. apríl 1952. For.: Bjarni Vilhjálmsson (f. 12. júní 1915, d. 2. mars 1987) þjóðskjalavörður og Kristín Eiríksdóttir (f. 15. mars 1916, d. 4. sept. 2009) húsmóðir og saumakona. M. 1. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir (f. 4. jan. 1950) kennari og gæðastjóri. For.: Hallgrímur Jónsson og Valgerður Guðmundsdóttir. M. 2. Auður María Aðalsteinsdóttir (f. 19. des. 1951) bókasafnsfræðingur og bókavörður. For.: Aðalsteinn Jóhannsson og Hulda Óskarsdóttir. Dætur Vilhjálms og Auðar Maríu: Hulda Guðný (1981), Kristín Martha (1981).

Stúdentspróf MH 1972. Próf í bóklegu atvinnuflugi og blindflugi hjá Flugmálastjórn 1973. Cand. oecon.-próf HÍ 1977. MBA-próf frá Rutgers University, New Jersey 1997.

Starfaði á reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands 1972-1973. Vann með námi hjá Seðlabanka Íslands 1974-1976 og 1995-1996. Starfaði hjá Útvegsbanka Íslands, m.a. í hagdeild og sem eftirlitsmaður útibúa 1977-1987, síðast útibússtjóri í Vestmannaeyjum. Starfsmaður Kaupþings hf. 1987–1988. Kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1989–1995. Forstöðumaður verðbréfamarkaðar Fjárfestingafélagsins 1991–1993. Aðjunkt og lektor við viðskiptafræði- og hagfræðideild og síðar viðskiptafræðideild HÍ frá 1998, í leyfi frá 1. júlí 2013. Sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og síðar Hagstofu Íslands 2000-2007.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta frá 2007.

Í stjórn Samtaka fjárfesta frá 2000, formaður 2000–2007. Í nefndum á vegum viðskiptaráðuneytisins um endurskoðun laga um fjármálafyrirtæki og verðbréfasjóði frá 2009. Félagskjörinn skoðunarmaður Hins íslenska biblíufélags frá 2011.

Alþm. Suðvest. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur). Efnahags- og viðskiptanefnd 2013-, utanríkismálanefnd 2013-. Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013-.