Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

F. á Dalvík 17. júlí 1955. For.: Gunnar Þór Jóhannsson (f. 2. des. 1926, d. 7. nóv. 1987) skipstjóri og Ásta Jónína Sveinbjörnsdóttir (f. 27. nóv. 1934) húsmóðir. M. Örlygur Hnefill Jónsson (f. 28. ágúst 1953) héraðsdómslögmaður og vþm. Börn: Emilía Ásta (1977), Örlygur Hnefill (1983), Gunnar Hnefill (1990).

Stúdentspróf MA 1975. BA-próf í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum HÍ 1982. Kennslu- og uppeldisfræði HA 1996. Diplóma EHÍ 2005, stjórnun og forysta í skólaumhverfi.

Ritari sýslumanns Þingeyjarsýslu 1982-1983. Bókari við Lífeyrissjóðinn Björgu á Húsavík 1983-1986. Gjaldkeri við Alþýðubankann á Húsavík 1986-1987. Íslenskukennari, námsráðgjafi og deildarstjóri við Framhaldsskólann á Húsavík 1987-1999. Skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá 1999.

Í stjórn Útgerðarfélagsins Höfða 1986-1990. Bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Húsavíkurkaupstaðar 1986-1998, forseti bæjarstjórnar Húsavíkurkaupstaðar 1994-1996. Í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 1987-1999. Í stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna og í fræðslu- og menningarmálanefnd Húsavíkurkaupstaðar 1998-1999. Formaður samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi frá 2006. Formaður Skólameistarafélags Íslands frá 2009.

Alþm. Norðaust. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur). 3. varaforseti síðan 2013. Fjárlaganefnd 2013-. Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013-.