Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir

F. í Reykjavík 6. apríl 1974. For.: Konráð Óskar Auðunsson (f. 16. nóv. 1916, d. 28. apríl 1999) bóndi á Búðarhóli, Austur-Landeyjum, og Sigríður Haraldsdóttir (f. 9. febr. 1931) húsmóðir og bóndi. Börn: Konráð Óskar (2004), Bríet Járngerður (2008).

Stúdentspróf ML 1994. Embættispróf í lögfræði HÍ 2000.

Fulltrúi sýslumanns á Ísafirði 2000-2002, settur sýslumaður á Ísafirði frá ársbyrjun 2002 og fram á vor. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi og aðstoðarmaður við Héraðsdóm Suðurlands 2002-2004. Lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins 2004-2006. Sveitarstjóri Rangárþings eystra 2006-2009.

Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1999-2000 og í stúdentaráði Háskóla Íslands 1999-2001. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ 2001-2002. Formaður Sjálfstæðisfélagsins Kára í Rangárþingi eystra 2003-2006. Í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 2004-2006. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2006-2009. Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga frá 2008. Skipuð af forsætisráðherra í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu og vernd vatnsafls og jarðvarma 2007. Í Þingvallanefnd síðan 2013.

Alþm. Suðurk. síðan 2009 (Sjálfstæðisflokkur). 6. varaforseti Alþingis 2009-2013. Iðnaðarnefnd 2009-2010, menntamálanefnd 2009-2010 og 2010-2011, félags- og tryggingamálanefnd 2010-2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009-2010, velferðarnefnd 2011-2013 og 2013-, kjörbréfanefnd 2013, allsherjarnefnd 2013- (form.). Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013- (form.), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013-.