Kristján Þór Júlíusson

NA_01_KristjanThorJuliusson
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

F. 15. júlí 1957. Stúdentspróf frá MA 1977. Skipstjórnarpróf (1. og 2. stig) frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1978. Nám í íslensku og almennum bókmenntum við HÍ 1981-1984. Kennsluréttindapróf HÍ 1984.

Stýrimaður og skipstjóri á skipum frá Dalvík 1978-1981 og á sumrin 1981-1985. Kennari við Stýrimannaskólann á Dalvík 1981-1986. Kennari við Dalvíkurskóla 1984-1986. Bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994. Bæjarstjóri Ísafjarðar 1994-1997. Bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Í bæjarstjórn Akureyrar 1998-2009. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 2002. Formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins 2002-2009. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2007. Annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hefur auk þess setið í ótal ráðum og stjórnum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Maki: Guðbjörg Baldvinsdóttir Ringsted. Börn: María, f. 1984, Júlíus f. 1986, Gunnar f. 1990 og Þorsteinn f. 1997.