Kristjana Hermannsdóttir

Kristjana er gift Jóhannesi Ólafssyni prentara og eiga þau þrjár dætur. Hún rekur prentsmiðjuna Steinprent ásamt eiginmanni sínum og er með umboð fyrir Sjóvá. Kristjana hefur búið í Ólafsvík frá tveggja ára aldri, setið í bæjarstjórn síðastliðin 8 ár, er meðlimur í Lionsklúbbnum Rán, hefur verið formaður UMF Víkings og er í stjórn Framfarafélags Snæfellsbæjar.

Tölvupóstfang: kristjanah@sjova.is