Jónína Magnúsdóttir

Jónína fæddist í Keflavík en ólst upp í Garðinum og hefur búið mest alla sína ævi þar að frátöldum 2 árum í Reykjavík og 2 árum í Reykjanesbæ.

Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1997. Leiðin lá svo í Kennaraháskóla Íslands sama ár og útskrifaðist hún þaðan 2001. Meðfram námi vann Jónína við verslunar- og þjónustustörf. Þá hóf Jónína störf við Gerðaskóla í Garði árið 2001 og sinnti fjölbreyttum störfum innan skólans, umsjónakennari yngri bekkja, faggreinakennslu á miðstigi, sérkennslu og deildarstjórn. Árið 2008 hóf Jónína fjarnám við Háskóla Íslands í náms- og starfsráðgjöf og lauk prófi til starfsréttinda 2010. Þá er hún hálfnuð með meistaranám í sömu starfsgrein. Árið 2010 hóf Jónína störf hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og starfar þar sem náms- og starfsráðgjafi, kennari og verkefnastjóri.

Jónína er gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Rönning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund Aron f.1999, Björn Boga f. 2003 og Magnús Mána f. 2011.

Jónína er bæjarfulltrúi í fyrsta sinn þetta kjörtímabil en hefur áður setið í nefndum á vegum bæjarins, æskulýðsnefnd og skólanefnd. Jónína hefur mikinn metnað gagnvart sveitarfélaginu Garði og vill leggja sitt af mörkum til að viðhalda góðum verkum og byggja upp í leiðinni. Garðurinn á að vera eftisóknarverður staður til búsetu fyrir alla aldurshópa þar sem fjölskyldan og falleg náttúran eru í fyrirrúmi.

Nefndir og ráð 2014-2018

  • Formaður bæjarráðs
  • Formaður skólanefndar
  • Varamaður í markaðs- og atvinnumálanefnd
  • Aðalmaður í stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum
  • Varafulltrúi á landsþing sambands ísl. sveitarfélaga
  • Varafulltrúi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Tölvupóstfang: jm@mss.is