Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti er fæddur í Reykjavík 31. desember 1969 og upp alinn á Seltjarnarnesi. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2004. Veturinn 1987-1988 var Njáll skiptinemi í Delaware í Bandaríkjunum.

Njáll Trausti hefur starfað í flugturninum á Akureyri sem flugumferðarstjóri frá árinu 1991. Hann stóð ásamt fleirum að stofnun Hjartans í Vatnsmýri, sem safnaði 70.000 undirskriftum til stuðnings Reykjavíkurflugvelli, árið 2013 og er annar formanna þess.

Njáll hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum og situr meðal annars í stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri. Njáll hefur verið virkur þátttakandi í starfi Round Table um árabil og sinnt þar ýmsum trúnaðarstörfum og t.d. verið landsforseti Round Table á Íslandi.

Njáll Trausti er kvæntur Guðrúnu Gyðu Hauksdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvo syni; Stefán Trausta og Patrek Atla.

Tölvupóstfang: njall@akureyri.is