Gunnar Gíslason

Gunnar er fæddur í Reykjavík 26. júlí 1958. Hann bjó í Hafnarfirði til ársins 1970 en fluttist þá til Akureyrar. Gunnar er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978 og útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Gunnar er í mastersnámi í stjórnun við Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess sinnt stundakennslu við skólann. Gunnar var grunnskólakennari í 6 ár, m.a. í Glerárskóla á Akureyri, og skólastjóri í Valsárskóla á Svalbarðsströnd í 12 ár. Gunnar sat í sveitarstjórn Svalbarðsstrandahrepps 1990-1998, þar af oddviti á árunum 1994-1998. Gunnar var fræðslustjóri á Akureyri á árunum 1999-2014, með yfirstjórn leik- grunn- og tónlistarskóla. Gunnar hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum um skóla- og sveitarstjórnarmál og sinnt fjölþættum verkefnum um stjórnsýslu og menntamál.

Gunnar var formaður blakdeildar KA 2000-2002 og varaformaður aðalstjórnar KA sama tímabil. Gunnar var formaður Ungmennafélags Akureyrar á árunum 2011-2014. Hann var um árabil sjálfboðaliði í Laut á Akureyri, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.

Eiginkona Gunnars er Yrsa Hörn Helgadóttir, leik- og grunnskólakennari. Samtals eiga þau sjö börn; Helgu Björk, Kristbjörgu, Jöru Sól, Ástu Fanneyju, Kolbein Höð, Melkorku Ýrr, og Iðunni Rán, og eitt barnabarn; Kristjönu Bellu.

Tölvupóstfang: gunnarg@akureyri.is