Eva Hrund Einarsdóttir

Eva Hrund er fædd á Akureyri 26. febrúar 1977. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1998 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr Háskólanum á Akureyri árið 2003. Eftir nám hóf hún störf sem ráðgjafi hjá Capacent. Frá árinu 2008 hefur Eva Hrund verið starfsmannastjóri hjá Lostæti. Þar sér hún um starfsmannamál, áætlanagerð, gæða- og öryggismál ásamt hluta af fjármálastjórnun. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og er eitt stærsta sinnar tegundar á landsbyggðinni, með í kringum 70 starfsmenn á Akureyri og Reyðarfirði.

Eva Hrund hefur einlægan áhuga á að efla konur til forystu og er annar af stofnendum fyrirtækisins og félagsskaparins EXEDRA sem er tengslanet og vettvangur umræðna fyrir fjölbreyttan hóp kvenna úr fremstu röð í öllu atvinnulífinu. Eva starfaði nokkur ár sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins en er í dag stjórnarformaður.

Eva sat í stjórn Landsbankans við uppbyggingu eftir hrun. Hún sat í stjórn fasteigna og í framkvæmdaráði hjá Akureyrarbæ árin 2007-2009 og var formaður Góðvina Háskólans á Akureyri um tíma.

Eva Hrund er gift Árna Kár Torfasyni og eiga þau saman tvær dætur, Hildi Sigríði og Katrínu Lilju.

Tölvupóstfang: evahrund@akureyri.is