Helga Ingólfsdóttir

Um Helgu

Helga Ingólfsdóttir er bókari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Hún er fædd á Sólvangi í Hafnarfirði þann 13. Desember 1961. Eiginmaður hennar er Aleksandr Stoljarov. Helga á 3 börn frá fyrra hjónabandi, tvö uppkomin börn og eina dóttir sem býr í foreldrahúsum. Foreldrar Helgu eru Ragnheiður Sigurbjartsdóttir sem er látin og Ingólfur Halldór Ámundason, fyrrverandi kirkjuþjónn og skipasmiður.

Menntun

Helga stundar nám við Endurmenntun Háskóla Íslands til réttinda sem Viðurkenndur bókari.  Hún lauk  Rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntun Háskóla Íslands 2005 og Verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1977.  Helga hefur auk þess stundað virka endurmenntun á ýmsum sviðum í gegnum árin og lokið fjölmörgum námskeiðum.

Starfsferill

Helga hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í sex ár.  Núna er hún formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í fjölskylduráði, formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs sjúkrahúss í Hafnarfirði og formaður verkefnastjórnar um uppbygginu að Ásvöllum.  Hún hefur auk þess setið í fjölmörgum starfshópum um ýmis mál fyrir sveitarfélagið eftir að hún tók sæti sem kjörinn fulltrúi.  Helga hefur síðustu ár starfað við bókhald en frá árinu 2007-2014 var hún í forsvari fyrir erlent fyrirtæki sem framleiðir og selur vörur fyrir byggingamarkaðinn.  Hún rak eigið fyrirtæki á verktakamarkaði á árunum 1999-2007 en starfaði áður í mörg ár í hlutastarfi meðfram barnauppeldi í Sparisjóði Hafnarfjarðar.  Hennar fyrsta starf var í kjörbúð en aðeins 12 ára gömul var hún í sumarstarfi í Þórðarbúð í Hafnarfirði og vann þar í 5 sumur meðfram námi.

Störf í þágu Sjálfstæðisflokksins

Helga hefur starfað í Sjálfstæðisflokknum frá unga aldri og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði frá 2007-2010 og á sama tíma varformaður kjördæmisráðs í suðvesturkjördæmi.  Hún var einnig kjörin fulltrúi í Efnahags- og viðskiptanefnd flokksins á landsfundi flokksins 2015.

Annað félagsstarf

Helga situr í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur VR, frá árinu 2013 og formaður í jafnréttisnefn félagsins.

Áhugamál

Helstu áhugamál Helgu er lestur, handavinna, matargerð, útivist og samvera með vinum og fjölskyldu.

Tölvupóstfang:  helgai@hafnarfjordur.is