Sveigjanleg skólaskil

Búið er að gera samræmd próf í grunnskólum rafræn og þau eru nú tekin í 9. bekk í stað 10. bekkjar. Þetta þýðir að góðir námsmenn geta sleppt því að taka 10. bekk og farið beint í framhaldsskóla ef þeir sýna fram á að þeir hafi þegar náð tökum á námsefni 10. bekkjar. Þannig eru skil á milli grunn- og framhaldsskóla gerð sveigjanlegri.