Stytting framhaldsskólans

Framhaldsskólanám var stytt, en Íslendingar höfðu um alllangt skeið verið lengst vestrænna þjóða að undirbúa sig fyrir háskóla. Sú stytting mun skjótt skila sér í betri námsframvindu, betri nýtingu á fjármunum í menntakerfinu, framleiðniaukningu og koma fólki fyrr út í lífið. Viðbrögð í skólakerfinu hafa verið vonum framar.