Stefnumótun í ferðamálum

Það stefnir í 1,7 milljónir ferðamanna á árinu sem er, 35% fjölgun á milli ára. Við mótuðum stefnu í greininni með útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu og stofnuðum Stjórnstöð ferðamála.  Yfir 1.000 manns af öllu landinu tóku þátt og við erum afar stolt af árangrinum. Nýstofnuð Stjórnstöð ferðamála er þegar farin að skila árangri við samræmingu brýnna verkefna á sviði ferðamála.