Staða kvenna best á Íslandi

Í könnun á tölfræði OECD á stöðu kvenna á vinnumarkaði, sem tímaritið Economist greindi frá í sumar, kom fram að jafnrétti á vinnumarkaði var hvergi meiri en hér á landi og hvergi betra fyrir konur að ná frama. Þar var tekið tillit til fjölda þátta svo sem launamunar, menntunarmunar, atvinnuþátttöku, hlutfalls kvenna í stjórnunarstöðum, dagvistarkostnaðar, fæðingarorlofa og fleira.