Skuldir heimila lækka

Á síðasta ári lækkuðu skuldir einstaklinga vegna íbúðarkaupa um nær 60 milljarða króna. Skuldir einstaklinga sem hlutfall af tekjum hefur fallið mjög ört: Árið 2010 voru þær um tvöfaldar tekjur, en eru nú komnar niður í 32,5% og eignastaða heimilanna hefur um leið styrkst til muna.