Skatteftirlit á alþjóðavísu

Ísland er í fararbroddi hvað varðar málefni skattaskjóla, bæði hvað varðar afhjúpun leyndarinnar þar og ráðstafanir gegn skattaundanskotum. Íslensk skattyfirvöld hafa heimildir til þess að sækja upplýsingar beint í bankakerfið, heima sem erlendis, taka dyggan þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sviði og hafa fengið sérstakar fjárveitingar til þess að kaupa upplýsingar um eignir íslenskra skattborgara erlendis.