Ríkisfjármál í lag

Í þrjú ár í röð hafa fjárlögin verið afgreidd með afgangi, sem notaður hefur verið til þess að greiða upp skuldir og lækka þannig vaxtabyrði ríkisins. Aðeins á þessu ári er afgangurinn meiri en allur uppsafnaður halli vinstristjórnarinnar, á síðasta ári voru 150 milljarðar krónar greiddir fyrir fram af skuldum og þær verða komnar niður fyrir helming af landframleiðslu á þessu ári. Það er þessi firnagóða staða ríkissjóðs, sem er lykillinn að uppbyggingu velferðarkerfisins, samhliða lækkun skatta.