Pólitískur stöðugleiki

Sjálfstæðisflokkurinn kom á stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi, en um leið hefur hann viðhaldið pólitískum stöðugleika í landinu, þó stundum hafi móti blásið. Þegar óvænt forsætisráðherraskipti urðu í apríl 2016 hélst ríkisstjórnarsamstarfið og engin misfella varð í stjórn ríkisins.