Námsstyrkjakerfi

Við lögðum fram frumvarp um námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem í fyrsta sinn var boðið upp á fulla framfærslu og samtímagreiðslur. Stúdentaráð HÍ, Stúdentafélag HR, Stúdentafélag HA og Félag stúdenta við Tækniskólann lýstu öll yfir stuðningi við frumvarpið og kröfðust tafarlausrar afgreiðslu þess, en af einhverjum ástæðum kaus stjórnarandstaðan að bregða fæti fyrir það á síðustu dögum þingsins.