Millidómstig

Langþráð framför í dómskerfinu varð þegar millidómstig var lögbundið. Þar með er tryggð milliliðalaus sönnunarfærsla á tveimur dómsstigum, sem er meiri háttar mannréttindamál og eykur réttaröryggi gríðarlega. Um leið getur Hæstiréttur einbeitt sér að málum, sem eiga brýnt erindi til hans.