Menntun í fremstu röð

Samkvæmt rannsókn á vegum World Economic Forum eru Íslendingar 11. best menntaða þjóð heims. Í rannsókninni var litið til menntunarstigs, gæða menntunar, framhaldsmenntunar og hversu almenn hún væri, en einnig var hugað að matskenndari þáttum eins og notagildi menntunarinnar í atvinnulífi.