Menntaframlög aukin

Með skynsamlegri hagstjórn, kerfisbreytingum og auknum fjárveitingum hefur verið tryggt að fjárframlög á hvern nemanda aukist á öllum skólastigum á næstu árum. Þetta á einkum við um framhaldsskólastigið sem var orðið mjög undirfjármagnað eftir mikinn niðurskurð sem hafði átt sér stað á seinasta kjörtímabili. Frá því að ríkisstjórnin tók við voru fjárframlög til menntakerfisins aukin úr rúmum 49 milljörðum í rúma 59 milljarða króna árlega. Sömuleiðis hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt að auknu fé verði varið til háskólastigsins, eða sem nemur 2,5 milljörðum króna fram til ársins 2021.