Launafólk nýtur batans

Samhliða tiltekt í ríkisrekstri og fjármálum hins opinbera höfum við lagt okkur fram um aðgerðir, sem koma heimilum og venjulegu launafólki vel eftir sviptingarnar árin á undan. Þar ræðir til dæmis um afnám almennra vörugjalda, tolla á fatnaði og skóm, lækkun tekjuskatts í neðri þrepum hans, kerfisbreytingar á virðisaukaskatti, launahækkunum, auknum kaupmætti og ráðstöfunartekjum.