Landsspítalinn byggður

Alþingi hefur ákveðið að hefja uppbyggingu Landsspítala við Hringbraut. Allur hringlandaháttur varðandi staðsetningu spítalans gæti tafið framkvæmdir um ófyrirséðan tíma. Við lukum við gerð framkvæmdaáætlunar um smíði nýs Landsspítala og fjármögnuðum hana að fullu. Við hrundum henni úr vör í sumar, 1. áfangi er hafinn og lýkur þegar á næsta ári, en framkvæmdir munu standa allt næsta kjörtímabil og langt fram á hið næsta. Þetta er mesta framför í heilbrigðisaðbúnaði Íslendinga frá upphafi.