Krökkum kennt að kóða

Öllum krökkum í 6. og 7. bekk mun gefast kostur á að fá gefins smátölvu og kynnast forritun á eigin forsendum skapandi vinnu og tilraunum, sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Þetta er samvinnuverkefni menntakerfis og atvinnulífs og er ætlað að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni.