Kaupmáttur

Á sama tíma og laun hafa hækkað verulega hefur verðbólgu verið haldið í skefjum. Það þýðir stóraukinn kaupmátt, en síðustu 12 mánuði hefur kaupmátturinn aukist um 10%. Á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttaraukningin verið um 30%, en í Evrópu þakka menn fyrir ef kaupmáttur eykst um 2% þessi árin.