Hvítbók um menntun

Menntamálaráðuneytið lét vinna svonefnda hvítbók um umbætur í menntun, en þar voru sett fram tvö meginmarkmið til ársins 2018: Að 90% grunnskólanema næðu lágmarksviðmiðum í lestri og að 60% framhaldsskólanema lykju námi á tilsettum tíma.