Heilsugæsla í borginni

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar taka til starfa á höfuðborgarsvæðinu snaemma á nýju ári: Við Bíldshöfða í Reykjavík, sem mun þjóna austurhluta Reykjavíkur, og í Urðarhvarfi í Kópavogi, sem mun annast efri byggðir í austurhluta Reykjavíkur og Kópavogi. Miðað er við að báðar þessar stöðvar taki til starfa 1. febrúar næstkomandi.