Heilbrigðiskerfið endurreist

Við hófum endurreisn heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu eftir að það hafði verið látið sitja á hakanum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Við fjölguðum hjúkrunarrýmum, sömdum um byggingu nýrra hjúkrunarheimila og buðum út rekstur heilsugæslustöðva. Mest er þó sjálfsagt um vert að við smíði nýs Landsspítala er hafin.