Hallalaus fjárlög

Við höfum komið viðvarandi jafnvægi í ríkisfjármálin með ábyrgri fjárlagagerð, aðhaldi og ráðdeild í ríkisrekstri. Við afgreiddum hallalaus fjárlög öll árin í þessari ríkisstjórn og raunar með myndarlegum afgangi, sem kom í góðar þarfir við niðurgreiðslu skulda.