Hagvöxtur hár

Hagvöxtur er nú 4,2% og horfurnar eru framúrskarandi, en allt stefnir í að Íslendingar sigli inn í lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar. Þetta er ekki minna um vert þegar haft er í huga að hagvöxtur í nær öllum öðrum vestrænum hagkerfum er mjög hóflegur, þar gætir víða þar stöðnunar og hætta á samdrætti sums staðar yfirvofandi. Jafnvel í varlegri þjóðhagsspá hagdeildar ASÍ er gert ráð fyrir 4,9% hagvexti á árinu og 3,8% vexti að jafnaði næstu tvö ár.