Hagur heimilanna vænkast

Hagur heimilanna hefur vænkast mjög á undanförnum árum en samkvæmt nýjustu athugun Hagstofunnar eru 76% fjölskylda, 153.084 talsins, með jákvæða eiginfjárstöðu við síðustu áramót: með meiri eignir en skuldir. Það er 6,9% aukning á milli ára. Á sama tíma fækkaði fjölskyldum með neikvæða eiginfjárstöðu um 11% frá fyrra ári.