Greiðsluþátttökukerfi

Einfaldara, skiljanlegra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verður tekið í gagnið á nýju ári, en það ver sjúklinga fyrir óhóflegum kostnaði við heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa mest á að halda. Á því verður greiðsluþak fyrir sjúklinga, en í nefndaráliti var miðað við að enginn greiddi meira en 50.000 kr. á ári í heilbrigðiskostnað. Áður eru dæmi um að kostnaðurinn hafi hlaupið á hundruðum þúsunda í sumum tilfellum.