Framhaldsskóli í tónlist

Samið hefur verið um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar, sem gefur nemendum sem hyggjast leggja stund á framhaldsnám í tónlist, kost á sérhæfðu undirbúningsnámi. Hann á að þjóna allt að 200 nemendum af öllu landinu, en áhersla er lögð á að nemendur ljúki stúdentsprófi.