Fangelsi á Hólmsheiði

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði var tekið í gagnið á liðnu sumri, en það er fyrsta sérhannaða og sérsmíðaða fangelsi á Íslandi í hartnær hálfa aðra öld. Með þetim tímamótum voru fangelsismálin færð inn í nútímann, aðbúnaður fanga bættur til mikilla muna og öryggið aukið.