Betri skattheimta

Við tókum upp rafræn skattkort og lögðum þau gömlu niður. Núna njóta menn rafræns persónuafsláttar og gefa einfaldlega upp við launagreiðenda, eða í tölvupósti eða síma, hvort þeir ætli að nýta hann og í hvaða mæli. Segja má að þá hafi 21. öldin loksins gengið í garð á skattamálum.