Aukin samkeppnishæfni

Ísland hefur sótt í sig veðrið hvað varðar samkeppnishæfni undanfarin ár, en samkvæmt árlegri rannsókn World Economic Forum er Ísland í 27. sæti heims að því leyti. Tekið var fram að öfugt við mörg önnur þróuð hagkerfi væri Ísland enn að sækja í sig veðrið. Það sem helst hélt aftur af Íslandi voru annars vegar smæð heimamarkaðarins og höftin, svo vænta má frekari sókn upp listann á næstu árum.