Atvinnuþátttaka jafnari

Atvinnuþátttaka er nú í hæstu hæðum, því um 200.000 manns eru starfandi í landinu eða um 86%. Ekki síður er það ánægjulegt að sveiflur í atvinnuþátttöku innan árs hafa minnkað, svo atvinnuástandið er í meira jafnvægi, sumarkúfurinn meiri en vetrarsamdrátturinn minni og skemmri.