Atvinnuleysi lágt

Atvinnuleysi er nú um 2,9% og því með lægsta móti. Í raun má segja að það tákni að full atvinna sé í landinu, en hér á landi má telja 2-3% „eðlilegt atvinnuleysi“, því þar inni er fólk, sem er að leita sér að starfi við hæfi, námsmenn sem eru að koma út á vinnumarkað o.s.frv.