Almannatryggingar

Um 98 milljarðar króna renna til almannatrygginga á árinu, sem er vel ríflega fjórðungi meira en þegar þessi ríkisstjórn tók við árið 2013. Við erum að þoka í gegnum þingið frekari umbótum og kjarabótum á því sviði, en okkur er vel ljóst að enn frekar þarf að styrkja stöðu eldri borgara og öryrkja á komandi kjörtímabili. Í efnahagslegri endurreisn Íslands má enginn verða út undan.