Afkoma ríkissjóðs

Afkoma ríkissjóðs hefur tekið undraverðum framförum á síðustu árum eftir hundraða milljarða hallarekstur árin á undan. Við höfum nýtt þann bata til þess að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun. Það er forsenda raunverulegrar viðspyrnu í ríkisfjármálum og undirstaða endurreisnar og uppbyggingar velferðar og innviða. Á þessu ári batnaði afkoman um 70 milljarða að auki, bæði vegna stöðugleikaframlags, arðgreiðslna úr bönkum og meiri skatttekjum en vænst var.