Bergur Þorri Benjamínsson

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar lsh.

 

 

Bergur Þorri sækist eftir stuðningi í 4. sæti.

Ég heiti Bergur Þorri Benjamínsson og hef lengi haft brennandi áhuga á stjórnmálum.

Ég gekk formlega í Sjálfstæðisflokkinn 21 árs en hafði fram að því́ haft augastað á flokknum í langan tíma.

Ég hef gengt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn s.s formaður ungra á Akureyri, setið í fulltrúaráði og Kjördæmisráði og nú́ siðast setið í fræðsluráði Hafnarfjarðar 2018-2020

Ég er fjölskyldumaður giftur Helgu Magnúsdóttur mennta og menningarsérfræðingi í Sendiráði Bandaríkjanna. Saman eigum við 4 börn öll úr fyrri samböndum. Minn bakgrunnur úr háskóla kemur úr viðskiptafræðum en auk þess er ég með kennsluréttindi.

Í dag starfa ég að réttindamálum fatlaðra, en ég er formaður Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra sem og fram til ársins 2020 sat ég sem gjaldkeri í stjórn Öryrkjabandalags Íslands. Í þeim störfum er mikið leitað til mín varðandi aðgengismál, hjálpartæki og lausnir í daglegu lífi fólks með hreyfihömlun.

Stjórnmálaflokkar hafa að mörgu að keppa, ég vona að ég getið þar lagt hönd á plóg. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn geti endurspeglað breiðan hóp af fólki með víða skírskotun. Ég tel að þar geti ég orðið að liði!