Leikskólamál eru jafnréttismál

Í Reykja­vík eru nú tæp­lega 2.000 börn á biðlista eft­ir leikskólaplássi vegna þess að nú­ver­andi meiri­hluti í borg­inni hef­ur vanrækt starf­semi og upp­bygg­ingu leik­skóla. Á sama tíma þurfa for­eldr­ar þess­ara barna að taka ákvörðun um það hvort þeirra ætl­ar að vera leng­ur heima og ekki á vinnumarkaði. Í flest­um til­vik­um er það kon­an á heim­il­inu sem vík­ur leng­ur af vinnu­markaði. Van­ræksl­an á þessu mik­il­væga mál­efni barna­fjöl­skyldna leiðir því til ójafn­rétt­is.

Það er jafn­rétt­is­mál að sveit­ar­fé­lög sinni þeirri grunn­skyldu að bjóða fólki leik­skóla­pláss á ásætt­an­leg­um tíma. Öll gylli­boð um að lækka leik­skóla­gjöld eða jafn­vel af­nema þau eru einskis virði þegar þjón­ust­an er lé­leg, ósveigj­an­leg og jafn­vel ekki í boði yf­ir­höfuð. Kostnaður­inn við það að geta ekki hafið störf á ný, að þurfa að taka börn­in oft fyrr heim eða að velja sér önn­ur mun dýr­ari úrræði sem borg­ar­sjóður greiðir ekki niður er langt um­fram þann kostnað sem hlýst af leik­skóla­plássi. Nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar hef­ur meiri­hlut­inn í Reykja­vík loks­ins sett málið á dag­skrá. Það er þó full­seint og langt frá því að vera trúverðugt.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á að hækka greiðslur til foreldra í fæðing­ar­or­lofi og er gert ráð fyr­ir að fram­lög til mála­flokks­ins verði 1.800 millj­ón­um króna hærri eft­ir fjög­ur ár. Mark­miðið er að draga úr rösk­un á tekj­um for­eldra í fæðingaror­lofi. Að for­eldr­ar geti nýtt sér fæðing­ar­or­lofið til að eiga dýr­mæt­ar sam­veru­stund­ir með barni sínu án þess að tapa of mikl­um tekj­um er jafn­rétt­is­mál en dug­ar skammt þegar ekkert stend­ur til boða að því loknu.

Sveit­ar­fé­lög­in verða að koma til móts við for­eldra með leikskóla- eða dag­vist­un­ar­plássi fyr­ir börn­in að fæðing­ar­or­lofi loknu. Það er stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík að öll börn fái leik­skóla­pláss við 18 mánaða ald­ur, að auka sjálf­stæði leik­skól­anna, að fjölga dag­for­eldr­um með því að bjóða aðstöðu og niður­greiðslu og síðast en ekki síst að bæta hag þeirra sem starfa á leik­skól­um. Þetta skipt­ir máli.

Þetta er jafn­rétt­is­mál þar sem Reykja­vík á að vera í forystuhlut­verki. Ungt fjöl­skyldu­fólk á skilið betri þjón­ustu en því hef­ur verið veitt hingað til. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er eini flokk­ur­inn sem mun setja þetta mál í for­gang og fram­kvæma þær breyt­ing­ar sem nauðsyn­leg­ar eru. Þannig breyt­um við borg­inni til hins betra.

Greinin „Leikskólamál eru jafnréttismál“ sem birtist í Morgunblaðinu 10. ma